Ritstífla

Saturday, November 19, 2005

LÖG

Ef þið verðið vör við að einhver þykist vera sérfræðingur þegar kemur að því að fjalla um "lög" þá væri e.t.v. ekki úr vegi að spyrja þann hinn sama hvaða "lög" hann er að tala um þ.e. hvað af eftirfarandi lögum hann sé að tala um eða hvort hann geti fundið fleiri dæmi eða betri flokkun ;)

Landslög/Fjárlög/Umferðalög/....
Dægurlög/Þjóðlög/Danslög/....
Þvottalög
Snjóalög/Jarðlög/Berglög/....
Hnífslög/Sverðslög/Spjótslög/.....
Faðmlög
Örlög/Forlög/...
Bókaforlög
Félög/Samlög/...
Ferðalög

Mér hefur sjálfum ekki tekist að fækka flokkunum úr þessum 10 auk þess að hafa ekki fundið aðra óskylda flokka :)

Allt sem ekki flokkast í þessa 10 flokka hljóta að teljast "ólög" ;)

Spurning með "umslög", hvort er eintalan "ums-lag" eða "um-slag"?