Ritstífla

Saturday, June 24, 2006

nuunnan

17. janúar síðastliðinn var fyrirsögn bloggfærslu hjá mér "Myrtu mig mjúklega" og ég sagði að þrátt fyrir að þessi mögnuðu orð hefðu ekki verið Theo Van Gogh efst í huga á hans síðustu andartökum þá væri til langsótt tenging við lagið "Killing me softly" með Robertu Flack. Hér kemur "keðjan":

Lagið
en textinn var innblásinn af spilamennsku
Don McLean
sem samdi lagið "American pie" en hann samdi einnig lagið
Vincent
sem var innblásið af lestri hans á bók um
Vincent Van Gogh
en einn af afkomendum bróður VVG er einmitt leikstjórinn sálugi
Theo!!

Sem sagt, MJÖG langsótt!! ;)


Fyrirsögn þessarar færslu er hins vegar til sem hluti af íslensku orði, rétt stafsettu, svo nú er bara að geta sér til um hvert orðið er en auðvitað er gefið rétt fyrir önnur rétt stafsett íslensk orð sem innihalda þennan bút ;)