Ritstífla

Saturday, April 15, 2006

Sjálfið!!!!

Af hverju ég!? Af hverju hér og nú!!? Hvað með áður og ég tala nú ekki um síðar!!?
Hvað þá með alla hina; nú, fyrr og í framtíðinni!!!?

Það besta við þetta er að aðrir geta líka sett sig í spor spyrilsins ;)

Setur hlutina mjög fljótt í rétt samhengi, samskipti við annað fólk hætta að vera bara eitthvað léttvægt til að drepa tímann með!! :)

En af hverju skyldi öllum vera svona mikið í nöp við tímann!?! Helst verð ég var við hann þegar hann virðist ekki nægur!!
Því segi ég, verum góð við tímann, það besta sem við getum gefið fólki sem líkar við okkur er tími svo þá er eins gott að vera ekki of önnum kafinn við að "kála honum" ;)

Ætli tala megi um taugatitring, "innri skjálfta", sem "sjálf-ið"?
Annars hef ég aldrei séð neinn "iða í skinninu" og er ekki viss um að ég vilji sjá það því fólk sem er laust innan í skinninu getur varla litið fallega út!!!

Heyrumst :)

Sjálf sjálfs Sveinbjörns sjálfumglaða, að sjálfsögðu! ;)