Ritstífla

Sunday, February 19, 2006

Til hamingju Evrópa .....

Tja, hvað getur maður sagt, varð eins og margir aðrir vitni að því þegar einn keppandi af 15 sópaði til sín 2/3 hluta atkvæðamagnsins í símakosningu í forkeppni söngsjónarspilsins í gær ;)

Vonandi fer þetta ekki eins og með lagið "Þú og þeir" sem fékk rússneska kosningu hérna heima en tillti sér í frátekið 16. sætið úti í útlandinu ....

Annars væri gaman að setja einhverjar fáránlegar kröfur um textasmíð í næstu undankeppni eins og t.d. krefjast þess að öll lögin snúist að einhverju leiti um hælsæri eða þá að það verði að vera jafn mikið af "a" og "e" í textanum.
Eins mætti banna rím og setja "klisju"-kvóta ;)

Magnað þetta með endurnar: "andaslitrur", "standa á öndinni", "endur fyrir löngu", "andfælur", "að andmæla", "andstreymi", .....

Að við tölum nú ekki um gæsirnar ;)