Ritstífla

Sunday, July 02, 2006

8

Merkilegt hvað móðir mín og ég erum oft sammála um hluti sem almenningsálitið er á öndverðri skoðun um!!
Eitt gott dæmi er t.d. þetta með mávana, bæði erum við hreinlega að fara úr límingunum yfir þeirri erkiheimsku að nú ætli menn að fara út í einhverja stórfelldar aðgerðir til að fækka mávum ...
Hún kíkti t.d. niður á Austurvöll vegna LÍ afmælisins og sá í leiðinni að nálægt Tjörninni var einhver kona að gefa fuglunum brauð og eins og hún orðaði það, greinilega viljandi að gefa mávunum sérstaklega. Við erum bæði alveg hrikalega sátt við þetta framtak ;)
Raunar bjargaði þetta deginum fyrir henni því henni fanst afmælisumgjörðin öll frekar ræfilsleg :)

Sjálfur missti ég að öllum herlegheitunum/hallærinu, var að vinna og lenda í því tvisvar í sömu ferðinni að slíta band :(
Ekki var um að ræða liðbönd í þessu tilfelli heldur svokölluð "vagnastrekkibönd" sem notuð eru til að halda vögnunum kyrrum inni á vörupallinum, litlar skemmdir á vörum en þurfti samt að skola soldið af skyr.is drykk, g-mjólk og nýmjólk af palli, veggjum og úr lofti kassans eftir vinnudaginn ;)

Annars er hér slóð sem ég skrifaði hjá mér fyrir einhverjum árum á nokkra fróðleiksmola og merkilegt nokk, hún virkar enn ;)
Þarna er til dæmis "Ekki dugir að drepast" sem ég sá Hörð (6. júní 2006) eitt sinn nota en Oggi hafði ekki séð ;)

Gáta dagsins er tengd fyrirsögninni sem er í styttra lagi að þessu sinni, allir vita væntanlega hvað talan "8" merkir en færri vita að hér á landi má nota hana til að tákna stefnu og þá er ég ekki að tala um flugbrautarauðkenni (þar táknar "27" raunar stefnuna 270°) ;)

Heyrumst :)