Ritstífla

Monday, December 26, 2005

Mannvinur?

Heyrði á einhverri útvarpsstöðinni í síðustu viku viðtal við einhvern meðlim hóps sem kallar sig Hrútavinafélagið. Man reyndar ekki margt úr viðtalinu enda var ég að vinna en þó festist eitt atriði. Þeir ætluðu nefnilega að slátra hrút með einhverjum fornum aðferðum.

Nú segi ég nú bara, ef það er ekki nógu óvinsamlegt að slátra vinum sínum hvað segir maður þá um þann sem ákveður að nota til þess gamlar og úreltar aðferðir þar sem skyndidauði er e.t.v. ekki tryggður!!!

Ég er því ekki lengur viss um að ég vilji kalla mig mannvin opinberlega alveg á næstunni því ekki vil ég að vinir mínir fari að óttast mig.....

Annars smá gáta í lokin. Hver er merkingarmunurinn á eftirfarandi setningum:

A: Vél smurð vel.
B: Vel smurð vél.

Soldið lúmskt en munur samt segi ég :)

Heyrumst :)