Tillitssemi
Heitasta málið núna í útlandinu er auðvitað teiknimyndafárið og virðist það ætla að vefja eitthvað upp á sig.
Ég las soldið misvísandi fyrirsögn á textavarpinu nýlega en þar stóð eitthvað á þá leið að Bush væri að stilla til friðar. Ég varð auðvitað himinlifandi, hélt að loksins væri "runninn" að gera eitthvað gagn en auðvitað var hann bara að reyna að fá "skjólstæðinga" sína múslimana til að halda friðinn einhliða!
Ég hef eiginlega verið að bíða eftir því að einhverjir fulltrúar kristninnar og gyðingdómsins tækju til máls til að sýna málstað múslima samstöðu því í báðum samfélögunum er blátt bann lagt við skurðgoðadýrkun og þar með talið er bannað að búa til líkneski af guði.
Nú skal að vísu viðurkennt að í kristni þá hefur allt verið vaðandi í Kristlíkneskjum að ég tali nú ekki um alla dýrðlingana í Kaþólsku en samt held ég að ef fólk sem samþykkir bannið við guðslíkneskjasmíð hugsar aðeins málið þá sé auðvelt að skilja múslima og taka þátt í friðsömum mótmælum með þeim en að sjálfsögðu ættu allir aðilar að tala gegn ofbeldinu.
Oft hefur mér þótt sem það eina sem upp á vanti til að ná að friða miðausturlönd sé eitthvert hitamál sem múslimar og gyðingar geti orðið sammála um og sameinast um að berjast fyrir.
Við fyrstu sýn virtist mér þetta skopteikninga mál líklegt til láta allt fara í hundana en hér er kannski komin óvænt leið til að þjappa saman þorra gyðinga og múslima í Palistínu/Ísrael.
Eitt er a.m.k. alveg augljóst og hefur með öll mannleg samskipti að gera, þegar maður á samskipti við annað fólk þá hefur maður yfirleitt val á milli mismunandi umræðuefna, sum þeirra er ljóst að fólk er ósammála um en önnur er fólk sammála um og svo fer það bara eftir því hversu tillitssamt fólk er hvaða umræðum það byrjar á!
Annað sem maður hefur komist að er það að meira máli skiptir ef maður á að átta sig á fólki að hlusta eftir því hvernig það talar um aðra heldur en hvernig talað er um það :)
Nú er maður auðvitað að bjóða þeirri hættu heim að aðrir fari að taka mig til greiningar og komist þar með að því hversu mikið "spagettí" maður er, þ.e. ef það var ekki orðið ljóst fyrr ;)
Pælið aðeins í orðinu "At-vinna", soldið spés ;)
<< Home