Ritstífla

Tuesday, January 17, 2006

"Myrtu mig mjúklega"

Þó þessi orð hafi eflaust ekki verið Theo van Gogh efst í huga í nóvemberbyrjun 2004 þá var ég að uppgötva tengingu, frekar langsótta að vísu, frá laginu "Killing me softly" sem "flakkarinn" samdi og flutti í eitt sinn og Fugees endurgerðu að þessum leikstjóra, sjáið þið samhengið?
Meira um það síðar :)

Annars er Íslenskan alls ekki "víxlið mál" merkingarfræðilega séð eins og svo mörg dæmi sanna t.d. er mikill munur á því að "láta skeggið vaxa" eða "láta vaxa skeggið"!!
Það er meira að segja ekki sérlega vel merkingarfræðilega "tengið" sbr. setninguna "hundar bitu menn og konur, hlupu burt og geltu", fer alveg eftir því hvort þetta var sett saman úr "hundar bitu menn og konur" og "hlupu burt og geltu" eða "hundar bitu menn" og "[ritskoðað]"!
Setningin hér á undan er fengin að láni frá einhverjum fræðum um mikilvægi kommusetninga :)

Smá gráslepjuæfing:
Nefnið 4 "eighties" smelli sem komu fram í sinni hverri bíómyndinni frá þessum tíma með sínum hvorum flytjandanum en voru allir samdir af Giorgio Moroder, (hint: tNeS, ED, F, TG)

Heyrumst :)