Ritstífla

Thursday, January 19, 2006

Volk og varmi ....

Var að aka í vinnunni nýlega og sá þá sólina gægjast fram og þá kom þessi magnaða birta sem kemur yfirleitt bara þegar allt er á kafi í snjó :)
Þetta minnti mig á skólaskíðaferðirnar frá því í grunnskólanum sem í minningunni voru alltaf farnar í glampandi sól og logni ;)
Eftir langan dag á skíðum þá kom maður oftast frekar kaldur inn í skálann og þá var svo ótrúlega notalegt að setjast upp við næsta rafmafnsofn og setja iljarnar og bakið upp að og finna svo hvernig hitinn mýkti mann allann upp, þvílíkt þægilegt og maður var ekkert að vilja yfirgefa ofninn, ekki ósvipuð tilfinning og heitur pottur nema hvað húðin soðnaði ekki eins og í vatninu og því "endalaus unaður" ;)

Það er eiginlega samt svo að mér hefur ekki þótt neitt spés að setjast upp við ofn nema þegar ég er búinn að kólna niður við eitthvað basl í snjó en þá er það líka tóm sæla :)

E.t.v. er þetta líkt og þegar maður breiðir sængina upp fyrir haus og andar í einhvern tíma að sér stöðnuðu loftinu því þegar maður dregur sængina svo aftur frá andlitinu þá er þetta venjulega andrúmsloft í herberginu allt í einu eitthvað svo óhemju ferskt :)

Önnur svona sæluminning um öfga er þegar ég fór í kalda sturtu um borð eftir að hafa labbað úti á Spáni í hitanum í talsverðan tíma sumarið '89, ég var talsvert lengi undir bununni áður en mér fór að finnast vatnið kalt ;)

Ef nöfn hefðu áhrif á það hvernig einstaklingurinn yrði, þ.e. segðu til um eiginleika fólks, þá væri tilvalið að velja til starfa sem sigmenn hjá þyrlusveit gæslunnar eða til eggjatöku menn sem hétu "Sigfús" ...

Það er stundum sagt á Ensku: "If life gives you lemons, make lemonade" þegar eitthvað bjátar á í lífinu.
En fyrir "magnaða" fólkið og ofurhetjurnar þá yrði þetta líklegast:

"If life gives you powers, make powerade" ;)

Heyrumst :)