Ritstífla

Tuesday, September 19, 2006

Ný leið til að stíga af hjólinu ...

Í gær, hálf sex eftir hádegi, var ég á leið í bandý á hjólinu þegar allt í einu gengur manneskja út úr bakaríi í veg fyrir hjólið, ég bremsa að aftan en það dugir ekki til svo ég negli niður með frambremsunni og finn hvernig hjólið snarstoppar og byrjar að steypast!!
Nú sér fólk e.t.v. fyrir sér undirritaðann og hjólið í einni flækju á gangstéttinni ásamt íþróttadótinu en nei niðurstaðan varð víst allt önnur og furðulegri!!
Venjulega hefði ég ríghaldið í stýrið og tekið því sem verða vildi en það næsta sem ég vissi var að ég tók 2-3 skref á stéttinni og bar fyrir mig hendurnar (því ég var um það bil að rekast á grunlausann vegfarandann) en fyrir aftan mig heyrðust skellirnir þegar hjólið rúllaði! Mér hafði sem sagt tekist að stíga af hjólinu yfir stýrið ;)
Tek það samt fram að ég muni samt framvegis reyna að nota mína venjulegu aðferð við það að koma mér niður af hjólinu :)




Fólk tekur því misvel þegar það gerist líffæraþegar, margir eru sallarólegir yfir tilbreytingunni en þessum stóð reyndar ekki á sama!!

A:"Við skulum skreppa saman útí búð"
B:"Ertu viss, stíga þá ekki hinir viðskiptavinirnir ofan á okkur í ógáti"?

Heyrumst :)