Ritstífla

Wednesday, November 15, 2006

Tæknileg mistök!!

Ég hef hér með ákveðið að í hvert sinn sem einhver sakar mig um að hafa gert eitthvað rangt þá muni ég reyna að róa hlutaðeigandi með því að ég hafi aðeins gert "tæknileg mistök"!!!

Þetta virðist svínvirka eða það mætti a.m.k. halda það því bæði heilu ríkisstrjórnirnar og fyrrum "skammtíma-gestir" ríkisins nota þetta orðalag þegar þeir eru sakaðir um misalvarlega hluti, allt frá grjótgirnd upp í fjöldalífstyttingar!!

Fyrstu "tæknilegu mistökin" sem ég tel skyldu mína að viðurkenna eru auðvitað þau að hafa undanfarinn einn og hálfan mánuðinn drekkt lesendum þessa bloggs í færslum! Ég á bara eftir að finna út nákvæmlega á hvern hátt tæknin brást mér í þeim efnum :)

Svo var ég nú reyndar að rifja upp rétt áðan að þegar ég var á unglingsaldri þá datt mér í hug að prófa hvernig það væri að hjóla með hægri hönd á vinstri stýrisenda og vinstri höndina á þeim hægri!
Þetta gékk bara fínt lengi vel meðan ég hjólaði beint, reyndar svo vel að þegar kom að því að ég þurfti að taka hægri beygju svolitlu síðar þá var ég greinilega búinn að gleyma víxlinu, hallaði mér í beygjuna og beitti höndunum á mjög svo venjulegan hátt ... með harla óvenjulegum afleiðingum!!!

Er til tíma-úrgangur?! (e. waste of time)
Ef litir ormar myndu sjá um að láta úrið mitt ganga væri þá hægt að tala um lífrænan úrgang!!??

Heyrumst :)