Ritstífla

Tuesday, December 26, 2006

Geðileg græn jól!! :)

Vona að enginn hafi fokið eða rignt niður um þessi jól!! :)

Merkileg þróun þetta með innkaupametið, bráðum fer að verða nauðsynlegt að notfæra sér Photoshop því enginn mun hafa tíma til að hitta ættingjana um jólin því allur tíminn fer í að afla tekna til og eyða þeim svo í gjafir og þá er nú gott að hver taki bara mynd að sjálfum sér sem síðan má líma saman í umræddu forriti ;)

Ekki veit ég hvort það fái nokkurn hljómgrunn en samt verð ég að reyna að leggja mitt að mörkum og hvetja til þess að ef fólk vill endilega gefa gjafir á næstu jólum þá skuli það leggja saman í púkk til að gefa yngstu meðlimunum nú eða hreinlega föndra eitthvað jólaskraut saman og spila.
Árangurinn yrði stórkostlegur og margvíslegur:
1. Meiri samvera
2. Minni kortaskuldir
3. Minna rusl
4. Minna um "tískugjafaslys" (margir gefa sömu gjöf, tíska í stað smekks þyggjandans)
5. Meira rekstraröryggi verslana (jólavertíðin er fullmikið happdrætti eins og er)
6. Mun minna stress

Örugglega eitthvað fleira, sem rifjast upp fyrir mér síðar ;)

Ef maður hefur "ráð undir rifi hverju" og rifin eru jú frekar mörg, er maður þá ekki alveg svakalega "ráðríkur"!?!