Ritstífla

Sunday, December 31, 2006

Áramót!!

Rosalega var þetta síðasta ár fljótt að líða!!

Nú þegar aðeins u.þ.b. 4 klst. eru eftir af þessu ári þá er maður bara nokkuð sáttur, sérstaklega með seinni hlutann :)

Þó auðvitað hefði verið flott að fá "svalt" veður um áramótin þá er ágætis tilbreyting í "suddalegu" veðri eins og einn morgunhaninn á "Gufunni 2" kallaði blautviðrið :)

Smá nöldur hérna:
Finnst einhverjum öðrum en mér "uppsagnar-KB-banka" auglýsingarnar vera hallærislegur vottur um veruleikafyrringu þeirra sem hafa mannaforráð gagnvart almenningi sem hafa á hinn bóginn engan húmor fyrir hættunni á að missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga "matador-mannanna"!?!?

Annars vona ég að á nýju ári muni fólk breyta verðmætamati sínu þannig að krónutalan skipti minna máli en brosstuðullinn hækki þeim mun meira :)


Að lokum nokkrar vangaveltur í tilefni tímamótanna:

Skyldi engum hafa dottið það í hug að halda róðrakeppni og kalla viðburðinn "áramót"?

Eins væri mögulegt að finna einhverja fislétta og níðsterka málmblöndu og hella deiglunni í "áramót" til að búa til léttar og sterkar árar :)

Að lokum gætu þeir sem trúa á hið yfirskilvitlega skilgreint samkomu púka sem "áramót" ;)