Ritstífla

Saturday, February 17, 2007

Ær og kýr....

Fyrir fáeinum tímum sat ég fyrir framan sjónvarpið og var að bíða eftir því að þáttur í Battlestar Galactica hæfist á Skjá einum (já ég er "kræktur"!!) og skipti reglulega yfir á "sjónvarp lýðveldisins" þar sem fólk var að missa sig í "Evrópu-sýninni".
Ekki svo sem í frásögu færandi, allir sigurvegarar (eins og í kosningum pólítíkusanna) og flestir viðurkenndu formúlusmíð en eitt fékk mig til að hlæja upphátt:
Fréttamaður: Nú er mér sagt að þú sért mikill hestamaður (spurnartónn í fullyrðingunni!).
Höfundurinn: Já, hestaferðalög eru mínar ær og kýr!

Af hverju tókst aumingja manninum ekki að flækja saman fleiri nytjadýrum í svar sitt, ég spurði sesunaut minn (ég skildi þetta nefnilega sem "hestar eru mínar ær og kýr") hvort maðurinn væri með þessu að lýsa því hvernig hann nýtti hrossin sín!! ;)


En að allt öðru!
Ég legg til að ef þessi Lewis flytur til Íslands sem fullorðinn maður þá taki hann sér upp íslenska nafnið Kristinn!


Að lokum spurning sem hefur brunnið á mér í áratug eða meira:
Hver er þessi Flatus!?!