Ritstífla

Saturday, January 14, 2006

Vinsamlegast drepið á bílnum!!!

Ef það er vinsamlegt hvað er þá óvinsamlegt!!

Annars hefur maður séð ýmsa spekina í stuttum heimsóknum á leikskólana og kannski bara eins gott því yfirleitt fer ég þaðan svo gott sem tómhentur þrátt fyrir að koma nánast alltaf með heilmikið af verðmæti til þeirra ;)

Fyrir nokkrum mánuðum sá ég t.d. titil á bók sem var eitthvað é þessa leið: "Everyone has got a shadow except ants" ...

Svo sá ég síðasta föstudag (13. jan. 2006) skrifað á örlítinn miða á einni hurðinni "vinsamlegast lokið dyrunum" og ég er næstum því viss um að ástæðan fyrir því að ég tók eftir þessu er sú að á flestum stöðum þar sem ég hef séð "beiðni um lokun" þá er það einhverra hluta vegna hurðin sem manni er ætlað að loka!!!
Ef þið vitið um einhverja sem er enn að basla við að reyna að "loka hurðum" þá getiði sagt þeim frá mér að næst skulu þeir ekkert vera að loka skápum og gosfloskum heldur ættu þeir að gæta samræmis og loka bara skápshurðum og gostöppum! Svo ættu þeir auðvitað ekki að þurfa að byrgja brunninn því börnunum hlýtur að vera óhætt ef þeir bara tryggja það að hlemmurinn sé lokaður ;)

Annars er alveg magnað allur sá "fróðleikur" sem stofnanir samfélagsins mata okkur með:
Leikskólinn fræðir okkur um jólasveina og skuggalausa maura.
Kirkjan telur okkur trú um að til sé fullkomið góðviljað afl sem fer samt í "eilífðar fýlu" út í þá sem ekki trúa blint á einkennilega ósannaða hluti í lifanda lífi.
Bankarnir telja okkur trú um að með því að skera eigin neyslu alveg við nögl meðan maður er á besta aldri en lána þeim aurinn þess í stað til áhættufjárfestinga þá muni maður verða forríkt elliært gamalmenni og engu skipti þótt heilsan sé farin í öllum þessum sparnaði þegar þar að kemur.
Málpípur ríkisvaldsins reyna svo að telja okkur trú um að "hagvöxtur" sé hugtak sem færi öllum hamingju þó svo að stóraukinn innflutningur á jeppum hafi eitt sinn verið marktækur hluti þessarar stærðar og þar fyrir utan virðist velta skipta mestu máli óháð því að þar sé ekki gerður skýr greinarmunur á skuldum og eignum! Látum bara hjól atvinnulífsins snúast hraðar og hraðar þangað til hagkerfið bræðir úr sér og þegnarnir brenna út andlega og líkamlega!
Mögnuð líking þetta með kökuna sem sé alltaf að stækka og þar með megi misskipta henni fyrir vikið, eini gallinn er að þar sem aukinn kaupmáttur launa miðast við meðallaun þá eru góðar líkur á því að á meðan misskiptingin eykst þá aukist kaupmáttur meðallauna það lítið að kaupmáttur lægstu launa nái ekki að fylgja verðlaginu og rýrni því í raun!!

Er það furða þótt stór hluti fólks trúi fáránlegustu hlutum þegar stofnanir þjóðfélagsins sameinist um að "uppfræða" það frá unga aldri ;)

En eins og sagt er á ensku "ignorance is bliss" og því eru örugglega talsvert margir sem eftir góðan dag á skrifstofunni þar sem náðist að minnka launakostnaðinn um 17%, leggjast til hvílu í rúminu heima á aðventunni vitandi það að þar sem þeir hafi nú blíðkað hinn uppstökka, fýlugjarna, refsigjarna en þó fullkomna "yfirmann" sinn með reglulegum heimsóknum einu sinni í viku að hlusta á handahófskenndan útdrátt úr mótsagnakenndum sagnabálki, þá sé framtíð þeirra tryggð og þeir muni án nokkurs vafa fá smá hagvöxt í skóinn frá jólasveininum ;)

Smá gáta í lokin, ekki svinla með því að leita á netinu að báðum orðunum saman ;)

Hvað er meint með: "Technicolor Yawn"?