Ritstífla

Sunday, March 12, 2006

Fegurðin kemur að innan .....

Fyrir skömmu tók ég þátt í umræðu um tónlist og einhverra hluta vegna barst talið að svokölluðum "eins-smells-undrum" (e. "one hit wonders") og síðan almennt að tónlist sem eldist illa, hættir að vera flott og verður í besta falli yndislega hallærisleg ;)

Af nógu er að taka og frábært að skoða bönd sem voru svo svöl að þau hefðu getað komið hvaða rusli sem er á toppinn á þeim tíma sem þau voru á hátindi frægðarinnar og komast svo að því í dag að það var einmitt það sem þau gerðu ítrekað :)

Af einhverjum orsökum fannst mér rétt að fletta upp á "wikipedia" eðalhljómsveitinni "Modern talking" og þá var nú stutt í góða skapið ;)

Ekki nóg með að þessi lesning rifji upp fyrir manni lögin sem voru eitthvað svo jafngóð að manni fannst (sem er ekkert skrítið því hvernig er hægt að klikka ef maður lætur allt hljóma 99% eins!!) heldur er greinin stökkpallur yfir í upplýsingar um jafn yndislega hluti og "Milli Vanilli" og þaðan má svo finna "Cop rock" sem samkvæmt lýsingunni hefur verið alger perla (sem glottmeðal auðvitað!!) ;)

Verð reyndar að viðurkenna að sumt sem er talið upp þarna sem þýskt popp í dulargerfi er alveg klassískt eins og t.d. "Snap!" og svo finnst mér hæfilega mikil "Boney M" klisja alveg ágæt en ég er væntanlega ekki marktækur því ég á það til að hlusta á "ABBA" og vera bara nokkuð sáttur við það þó ég sé reyndar mjög meðvitaður um háan klisjustuðul þeirrar annars ágætu hljómsveitar ;)

Einhverra hluta vegna þá virðist sú tónlist sem talin er upp sem söluhá þýsk tónlist í þessari grein oftast eldast illa og helst að Rammstein njóti einhverrar virðingar meðal þeirra sem ekki hafa staðnað í tónlist (reyndar er stór hópur sem hlustar á Enigma og álíka tónlist en það fólk fær líka oft á sig nýaldarhyggjustimpil, segla og baunaspírur).

Soldið áhyggjuefni að sá sem skrifaði greinina skyldi ekki skella inn upplýsingum um eðalrokksveitina "Scorpions" sem átti nokkra smelli sem hafa elst annars ágætlega (engin hlutdrægni hér þó hljómsveitin kenni sig við sporðdreka) en ég get samt ekki kvartað yfir þeim fróðleik sem ég fékk um þessi krúttlegu og sætu dýr ;)

Í síðustu bloggfærslu tók ég upp á því að svipta hulunni af leyndardómum þeim sem ég hafði sett fram sem gátur en engin svör höfðu borist við, hér verður hulunni svipt af miklum leyndardómi sem settur var fram sem gáta 14. janúar síðastliðinn:

Hvað er meint með: "Technicolor Yawn"?

Svarið er að finna neðarlega í þessari grein hér undir "other uses" :)