Ritstífla

Sunday, April 23, 2006

Sumaróður - snjókast!!

Nokkrir hlutir sem gaman er að gera á 5. degi sumars:
Fara út og búa til snjókarl
Fara í snjókast
Keyra um á sumardekkjunum í snjónum
Fara á skíði ... innanbæjar!!

Já, þá vitum við það, hvítur er nýi litur sumarsins!! ;)

Saturday, April 15, 2006

Sjálfið!!!!

Af hverju ég!? Af hverju hér og nú!!? Hvað með áður og ég tala nú ekki um síðar!!?
Hvað þá með alla hina; nú, fyrr og í framtíðinni!!!?

Það besta við þetta er að aðrir geta líka sett sig í spor spyrilsins ;)

Setur hlutina mjög fljótt í rétt samhengi, samskipti við annað fólk hætta að vera bara eitthvað léttvægt til að drepa tímann með!! :)

En af hverju skyldi öllum vera svona mikið í nöp við tímann!?! Helst verð ég var við hann þegar hann virðist ekki nægur!!
Því segi ég, verum góð við tímann, það besta sem við getum gefið fólki sem líkar við okkur er tími svo þá er eins gott að vera ekki of önnum kafinn við að "kála honum" ;)

Ætli tala megi um taugatitring, "innri skjálfta", sem "sjálf-ið"?
Annars hef ég aldrei séð neinn "iða í skinninu" og er ekki viss um að ég vilji sjá það því fólk sem er laust innan í skinninu getur varla litið fallega út!!!

Heyrumst :)

Sjálf sjálfs Sveinbjörns sjálfumglaða, að sjálfsögðu! ;)

Sunday, April 09, 2006

Spyrnan ógurlega!!

Varð vitni að því gær þegar ökumenn tveggja tryllitækja gerðu sig líklega til þess að keppa um það hvor kæmist hraðar af stað þegar græna ljósið kæmi!!

Það er kanski soldið sorglegt að það var vespan sem skildi skellinöðruna eftir í rykinu! ;)

Mynnir mann svolítið á æsinginn í kringum það þegar keppt er um sterkasta/fljótasta/liprasta keppandann á einhverjum þeim fjölda íþróttamóta sem haldin eru manna á meðal því það gleymist oftast að í raun erum við mannskepnan alls ekki neitt spés þegar talað er um líkamlega hreysti, það eru raunar fá dýr slappari ;)

Hvers vegna skyldi ég nota vélknúin tveggja hjóla tæki sem samlíkingu þegar íþróttir eru annars vegar?

Ætli ástæðurnar séu ekki a.m.k. tvær, önnur er myndin "The World's Fastest Indian" en hin er sú að nú þarf ég að fara að spá í því hvernig er best að "íþróttavæða" NÖRD næsta árið (sem nýkosin íþróttafulltrúi NÖRD) ;)

Sem sagt á einstaklega fjölmennum aðalfundi NÖRD (20+ manns úr 100-170 manna félagi!!) þá var skipt um stjórn (fyrir utan formanninn) og endaði ég í embætti sem ekki hefur verið sinnt af neinum ákveðnum síðan í byrjun síðasta hausts!!

Starfslýsingin er metnaðarfull og segir m.a. að "stuðla eigi að heilbrigði meðlima" en það ætti einmitt að vera mitt sérsvið því sjálfur hef ég sjaldan stuðlað að eins miklu eigin heilbrigði en undangengið skólaár ;)

Annars fór ég síðasta fimmtudag í hnéspeglun á vinstra og er þá búinn að láta svæfa mig tvisvar á lífsleiðinni því sumarið 2001 var hægra hnéð speglað :)
Nú skil ég loksins af hverju maður klæðist einhverju spítalasloppi fyrir aðgerð, hvaða heilvita maður myndi vilja láta sjá sig í þessari hörmung utandyra, það er því tryggt að sjúklingarnir týnast ekki einhvers staðar úti í bæ ;)