Ritstífla

Saturday, June 24, 2006

nuunnan

17. janúar síðastliðinn var fyrirsögn bloggfærslu hjá mér "Myrtu mig mjúklega" og ég sagði að þrátt fyrir að þessi mögnuðu orð hefðu ekki verið Theo Van Gogh efst í huga á hans síðustu andartökum þá væri til langsótt tenging við lagið "Killing me softly" með Robertu Flack. Hér kemur "keðjan":

Lagið
en textinn var innblásinn af spilamennsku
Don McLean
sem samdi lagið "American pie" en hann samdi einnig lagið
Vincent
sem var innblásið af lestri hans á bók um
Vincent Van Gogh
en einn af afkomendum bróður VVG er einmitt leikstjórinn sálugi
Theo!!

Sem sagt, MJÖG langsótt!! ;)


Fyrirsögn þessarar færslu er hins vegar til sem hluti af íslensku orði, rétt stafsettu, svo nú er bara að geta sér til um hvert orðið er en auðvitað er gefið rétt fyrir önnur rétt stafsett íslensk orð sem innihalda þennan bút ;)

Sunday, June 11, 2006

Ásökunar-hliðrun ....

Mér datt bara ekkert betra orð íslenskt yfir "blame-shifting" sem tengist náið orðinu "scape-goat" :)

Eftirfarandi eru nokkur sígild dæmi um þetta:

"Hvalir fækka þorskinum" í stað "Ofveiði fækkar þorskinum"

"Útlendingar draga niður launin" í stað "Óheftur kapítalismi lækkar launin"

"Mávar eru vandamál í sorpinu" í stað "Lélegur sorpfrágangur dregur að sér máva"

"Unglingavandamál" í stað "Foreldravandamál"

"Fíflið fyrir framan bremsar eins og asni!!" í stað "Of stutt bil í næst bíl á undan"

Eitt máltæki er á svipuðum nótum: "Árinni kennir illur ræðari" :)

Annars er alveg óþolandi hvað fólk leggur mikla áherslu á það neikvæða ("engar fréttir eru góðar fréttir") og þá sérstaklega á orðna hluti! :(

Stjórnmálamönnum er tamast að tala um fortíðarvanda!
Ævintýrin gömlu eru borin uppi af hrakförum og illsku og enda ekki fyrr en hlutirnir eru loks farnir að ganga vel!!
Foreldrar eyða mun meiri tíma í að skamma krakkana fyrir óþekkt heldur en að svala fróðleiksþorsta þeirra!
Fólk virðist fljótt gleyma löngum góðviðrisköflum ef það kemur einn rigningardagur!!

Og sjálfur er ég auðvitað að nöldra yfir þessu öllu í staðin fyrir að tala um eitthvað skemmtilegra!!!! ;)

17. Janúar 2006 kom smá gáta, þar sem nefna átti 4 lög með sitt hvorum flytjandanum í 80s myndum, öll samin af Giorgio Moroder :)
Mögulegt svar:
"Never ending story" úr samnefndri mynd með "Limahl"
"Electric Dreams" úr samnefndri mynd með "Philip Oakey" söngvara "Human league"
"Flashdans" úr samnefndri mynd með "Irene Cara"
"Take my breath away" úr "Top Gun" með hljómsveitinni "Berlin"

Eins og sést á þessari upptalningu þá er þetta rosalega dæmigert fyrir tímabilið, eitthvað svo .... 80s ;)