Síðasta mánudagskvöld fékk ég þær fréttir að annar hálfbróðir minn væri orðinn afi og að sjálfsögðu varð ég gráhærður á einni nóttu í samúðarskyni ;)
Ég geymi reyndar þessi gráu hár undir húðinni og dreg þau bara fram við
viðeigandi tilefni :)
Þetta gerir mig þá hálfafabróðir sem hljómar reyndar soldið eins og bróðir
minn sé hálfafi hvað sem það nú þýðir ;)
Það er a.m.k. ljóst að ekki er ég hálfbróðurafi eða bróðurhálfafi eða
afabróðurhelmingur eða bróðurafahelmingur ;)
Var allt í einu að fatta þetta, útilokunaraðferðin, átti eftir einn
möguleika af sex en sá er einmitt sá rétti, nefnilega afahálfbróðir!! :)
Þetta þýðir reyndar að ég á langafa fyrir föður, sem hljómar reyndar eins
og nokkuð góð skifti ;)
Annars ákvað ég að þar sem engin skipulögð hreyfing var hjá mér
eftir vinnu í gær að rölta niður Laugaveginn, hef aldrei beinlínis
heillast af Þorláksmessubröltinu þar niðureftir en nú var loksins góð
ástæða til að slíta sólunum auk þess sem múgurinn var allur að fara
niðureftir svo þetta gekk örugglega betur en á Þorláksmessunni þar sem
allir ráfa stefnulaust í stressinu ;)
Hefði reyndar kosið að Ómar hefði gert þetta fyrr, þó auðvitað sé kannski
áhrifaríkara að vera kominn með landskika sem "píslarvott" ...
Er píslarvottur e.t.v. smæsta af smáu, þ.e. rétt svo vottur af písl, eiginlega barasta ósýnilegt ;)
Var í gær að koma með vöru inn á stóran lager þar sem einn var að hamast á
lyftara og ætlaði að henda í hann nótunni til kvittunar en sá frábauð sér
eiginhandaráritunina á þeirri forsendu að hann væri ekki "að vinna hérna",
ég reyndi á móti að koma honum í skilning um að bæði væri hann einmitt
"hérna" og mér sýndist hann vera að vinna, a.m.k. væri þetta all undarlegt
tómstundargaman ef það væri málið :)
Hann virtist ekki skilja útúrsnúninginn ;)
Entur = viðvera = Gosi ...