Þoddláksmessa!!!
Lengi vel stóð ég í þeirri meiningu að ég væri aðeins með "hálf-Skaftfellskan" framburð!
Þannig er nefnilega mál með vexti að ég heyrði talað um svokallaðann "rn/rl" framburð þegar ég var í framhaldsskóla og vissi að ég var soldið raddaður í "rn" og skólafélagar mínir frá því í barnaskóla (sem ég ber fram með "rn" en ekki sem "badnaskóli") kannast við það að ég sagði Birna þegar þeir sögðu flestir "Bidna" (eins með járn og hérna/þarna).
Hins vegar sagði ég "vardla" þegar ég bar fram orðið "varla" þó að vísu segðu sumir hinna "vadla" :)
Rétt fyrir þessi jól komst ég hins vegar að því að rótgróin útvarpsrödd á Rás 2 (ein sem er alltaf með auglýsingarnar á Rás 1/Rás 2, síðustu 69 árin eða svo) talaði um Þoddláksmessu-eitthvað í einni auglýsingunni og fattaði um leið að í a.m.k. þessu tilfelli notaði ég "rl"-framburð eða því sem næst. Svo ég er e.t.v. oggolítið "Skaftfellskari" í framburði en ég hélt ;)
Tek það þó fram að ég hef aldrei búið á Suð-Austurlandi en bjó lengi í Hveragerði. Engin "hv"-framburður þó ;)
Annars þjáist ég af ákveðinni meinloku með "guð", því þegar ég þarf að gefa upp fullt nafn (Sveinbjörn Pétur Guðmundsson) þá segi ég einmitt "Guðmundsson" en ekki "Gvuðmundsson" en samt segi ég "Gvuðmundur" og "Gvuðmundsson" í nöfnum allra annarra, spurning hvort þetta séu bara leifar frá því hvernig ég talaði sem krakki og það komi alltaf fram í þau fáu skipti sem ég gefi upp fullt nafn ;)
Annars segði ég oft "gónó'gu'gei'mi'i" áður en ég fór að sofa þegar ég var lítill ;)
Smá gáta í lokin. Hvað þýðir "karta karta"?
Heyrumst :)